Jafnréttisáætlun 2023-2025

Tilgangur

Markmið jafnréttisáætlunar Meitils – GT Tækni efh. er að tryggja að allir starfsmenn njóti  jafnréttis og sömu tækifæra óháð kyni, kynþætti, kynhneigð, trú, uppruna, stjórnmálaskoðunum  eða aldri.

Ábyrgð

• Eigandi jafnréttisáætlunarinnar er framkvæmdastjóri.  

• Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að innleiða og viðhalda ákvæðum áætlunarinnar.  • Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á að tryggja að áætluninni sé fylgt og að bregðast rétt við sé  því ábótavant. 

Jafnlaunastefna og jafnlaunakerfi

Meitill – GT Tækni greiðir jöfn laun og sömu kjör fyrir sambærileg störf. Jafnlaunakerfi Meitils  – GT Tækni er ætlað að tryggja að starfsmenn njóti jafnréttis hvað varðar laun og kjör fyrir  sömu eða sambærileg störf óháð kyni, kynþætti, kynhneigð, trú, uppruna, stjórnmálaskoðunum  eða aldri í samræmi við gildandi lög og aðrar kröfur um launajafnrétti. 

Jafnlaunakerfið er rýnt reglulega og uppfært og Meitill – GT Tækni skuldbindur sig til að  bregðast við óútskýrðum launamun og öðrum frávikum.



Jöfn tækifæri – laus störf og framgangur í starfi

Konum og körlum skal standa til boða að sækja um öll störf innan fyrirtækisins. Stefnt er að  því að jafna kynjahlutfall í öllum deildum. Meitill – GT Tækni ehf skuldbindur sig til að tryggja  jöfn tækifæri til starfsþjálfunar og símenntunar óháð kyni sem og til framgangs í starfi.



Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímasetning
Jafn aðgangur að störfum Störf ókyngreind í auglýsingum Framkvæmdastjóri Alltaf
Jöfn tækifæri til framgangs í starfi Teknar saman upplýsingar um kynjahlutfall Framkvæmdastjóri Febrúar ár hvert

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs

Öllu starfsfólki Meitils – GT Tækni skal gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur  gagnvart fjölskyldu eftir því sem við verður komið. Óheimilt er að láta fæðingar- og  foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafa áhrif á ákvarðanir um  framgang í starfi, endurmenntun, uppsögn, vinnuaðstæður eða annað sambærilegt. Þá ber að  leitast við að halda yfirvinnu starfsfólks í lágmarki. Meitill – GT Tækni vinnur markvisst að  því að draga úr yfirvinnu starfsmanna með hagræðingu í skipulagi og meiri skilvirkni.

Einelti og kynferðislegt ofbeldi

Starfsmenn Meitils – GT tækni ehf. skulu geta notið sín sem einstaklingar. Stefna fyrirtækisins  er að allir starfsmenn komi fram hver við annan af kurteisi og virðingu. Einelti og kynferðislegt  ofbeldi verður undir engum kringumstæðum liðið.


Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímase-tning
Skapa öruggt vinnuumhverfi m.t.t. eineltis, kynbundins ofbeldis eða áreitni og kynferðislegrar áreitni Að gefa út sérstaka starfsmannahandbók sem inniheldur m.a. stefnu og verkferla sem gripið verði til komi upp einelti og/eða kynferðisleg áreitni. Framkvæmdastjóri Kynnt árlega
Bregðast strax við ábendingum og nota sanngjarna málsmeðferð Framkvæmdastjórn Innan dags

Birting

Jafnréttisáætlun skal birta á heimasíðu Meitils – GT Tækni ehf. Hún skal einnig vera hluti af starfsmannahandbók fyrirtækisins og kynnt við nýliðakynningar og í starfsmannaviðtölum.

Eftirfylgni og endurskoðun

Áætlun þessi hefur fengið staðfestingu Jafnréttisstofu á að hún uppfylli kröfur laga nr.  150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Hún verður kynnt stjórn í janúar 2023 og  tekin fyrir á næsta aðalfundi í mars 2023 og er birt með fyrirvara um samþykki stjórnar.  Áætlunina skal endurskoða á þriggja ára fresti. Næstu endurskoðun skal lokið 30. nóvember  2025.

Tilvísanir í lög, reglugerðir

Lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla  

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga  

Lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði 

Lög nr. 80/2019 um kynrænt sjálfræði 

Lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga  

Lög nr. 30/1987 um orlof  

Lög nr. 144/2020 um fæðingar- og foreldraorlof  

Lög nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu  

Lög nr. 27/2000 um bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna Lög nr.  72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum  

Lög nr. 86/2018 um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Lög nr.  62/1944 um mannréttindasáttmála Evrópu  

Lög nr. 33/1944 Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands  

Reglugerð nr. 180/2021 um vinnustaðanám 

Reglugerð nr. 426/1999 um vinnu barna og unglinga  

Reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni  og ofbeldi á vinnustöðum.

Aðrar kröfur:

Kjarasamningar starfsmanna: Samiðn, RSI og VR.

Innri kröfur:

Stefna um persónuvernd 

Viðmið starfaflokkunar 

Vinnsla, skráning og dreifing skjala 

Frávik, leiðréttandi og fyrirbyggjandi aðgerðir 

Verklagsregla um launasetningu