GÆÐASTEFNA
Það er stefna Meitils GT Tækni ehf. að tryggja ánægju viðskiptavina okkar, rétt gæði vöru og þjónustu er grundvallarmarkmið í starfsemi Meitils GT Tækni ehf. og öllum starfsmönnum fyrirtækisins ber stöðugt að hafa það að leiðarljósi í daglegum störfum sínum.
Réttum gæðum er náð með því að vinna skipulega og að stöðugum umbótum á öllu verklagi í fyrirtækinu. Markmiðið er að sérhvert verk sé rétt unnið, á öruggan og hagkvæman hátt og með umsömdum gæðum strax í upphafi.
Til að samræma og staðla verklag er beitt verklagsreglum og vinnulýsingum. Yfirmenn í fyrirtækinu eru ábyrgir fyrir því að safna saman og skjalfesta verklag og vinnulýsingar, hver á sínu sviði. Þeir eru einnig ábyrgir fyrir því að verklagsreglum sé framfylgt og að verklag og ferli, sem undir þá heyrir, sé endurskoðað reglulega og að unnið sé að stöðugum umbótum.
Það er á ábyrgð aðalstjórnenda fyrirtækisins að sjá til þess að gæðakerfið sé virkt á öllum stigum starfseminnar og að það sé endurskoðað reglulega svo það endurspegli gæðastefnu og hugsunarhátt í fyrirtækinu og meðal viðskiptavina þess á hverjum tíma. Fylgja og fara eftir opinberum kröfum sem gerðar eru til reksturs fyrirtækisins hverju sinni.
Til að ná markmiðum gæðastefnunnar mun Meitill GT Tækni ehf. sjá starfsfólki fyrir þjálfun og endurmenntun og leggja til þann tækjabúnað sem þarf. Gæta hagkvæmni í starfseminni og fylgja og fara eftir opinberum kröfum sem gerðar eru til reksturs fyrirtækisins hverju sinni. Skipulagi því og verklagi sem beitt er í fyrirtækinu til að tryggja viðskiptavinum umsamin gæði er lýst í gæðahandbók fyrirtækisins.